Tæknifræðingur/véliðnfræðingur
Stálvík leitar að tæknifræðing og/eða véliðnfræðing inn í öflugan hóp fólks sem vinnur vel saman að lausn fjölbreyttra verkefna.
Megináhersla Stálvíkur er framúrskarandi þjónusta og upplifun viðskiptavina.
Við leggjum áherslu á samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfn tækifæri, trausti og jákvæðni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tæknifræði, véliðnfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Iðnmenntun sem nýtisti í starfi, og/eða góða reynslu í faginu er mikill kostur
- Hæfni í mannlegum samksiptum og færni til að vinna vel í teymi
- Þekking og reynsla af Autocad og Inventor
- Sjálfstæð vinnubrögð, gott skipulag og hæfni til að leysa flóknari verkefni
- Metnaðurtil að skila góðu starfi
- Gott vald á íslenskri tungu í töluðu og rituðu máli er skilyrði. Must speak and write Icelandic language
Áhugasamir geta sótt um starf hér að neðan, eða sent okkur tölvupóst á [email protected] eða hringt í Jón Trausta Sverrisson tel:8309330