Fyrirtækið
Vélsmiðjan Stálvík ehf var stofnað árið 2019 af Sigurði Kristni Lárussyni, vélvirkjameistara og Jóni Trausta Sverrissyni, véla og orkutæknifræðingi, sem hafa áralanga reynslu af stálsmíði, vélvirkjun og fjölbreyttri tæknivinnu úr byggingaiðnaði, stóriðju, sjávarútvegi og matvælaiðnaði.
Stálvík býður upp á heildarlausnir í hönnun, nýsmíði og viðgerðum. Allt frá hönnun og teikningu að smíði og uppsetningu.
Starfsmenn Stálvíkur eru sérhæfðir og með mikla reynslu í tæknilega flóknum, styttri verkefnum sem kalla á mjög gott skipulag, aðkomu annarra verktaka og örugga áhættustýringu.
Nafn Stálvíkur á langa og þekkta sögu úr málmiðnaði en á árum áður var starfrækt skipasmíðastöð í Garðabæ undir því nafni. Vélsmiðjan Stálvík tengist því félagi ekki.
Fyrirtækið er staðsett við Hvaleyrarbraut 24 í 500 m2 húsnæði með fullkomnum tækjabúnaði.
Tengiliðir
Umhverfisstefna
Stálvík leggur metnað í að umgangast umhverfið af nærgætni og leita ávallt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi félagsins. Við leggjum áherslu á að bjóða góða þjónustu og vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum með því að:
- Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og endurvinna úrgang eins og kostur er.
- Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins eins og kostur er.
- Tileinka okkur verklag umhverfisstjórnunarkerfis skv. ISO 14001.
- Fylgja viðeigandi lögum og reglugerðum er varða umhverfismál og setja okkur kröfur sem ganga lengra eftir því sem við á.
- Fræða starfsfólk, þjónustuaðila og viðskiptavini fyrirtækisins um umhverfismál og hvetja til aukins árangurs á þessu sviði.
Starfsmannastefna
Við stuðlum að jákvæðum vinnuanda. Við stuðlum að öryggi, góðum aðbúnaði á vinnustað og að jafnréttis sé gætt. Starfsfólk fær þjálfun til að viðhalda og auka hæfni. Við tryggjum stöðugan starfskraft með því að stuðla að endurmenntun, vellíðan, jákvæðum samskiptum og jafnræði meðal starfsmanna. Þekking er undirstaða framþróunar og velmegunar.
Jafnræði
Allir starfsmenn eru metnir að verðleikum, óháð kynferði, aldri, þjóðerni eða trú. Það er markmið fyrirtækisins að allir starfsmenn njóti sömu virðingar og hafi jöfn tækifæri til starfa, launa, umbunar og starfsþjálfunar. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. Sérstök jafnréttisáætlun er í gildi til að tryggja jafnræði meðal starfsmanna.
Ráðningar og móttaka nýliða
Val á starfsfólki byggist á hlutlausum og faglegum vinnubrögðum. Við leggjum metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og allt starfsfólk fær nýliðafræðslu um starfssemi fyrirtækisins, stefnu þess og markmið.
Vegna fyrirspurna og tilboða vinsamlega sendið tölvupóst á [email protected]